current location : Lyricf.com
/
/
Næturylur lyrics
Næturylur lyrics
turnover time:2024-06-02 20:40:22
Næturylur lyrics

Vindur eltir vetur

Varla hlýnar brátt

Myrkrið eitt, það þykir mér þreytt

Þunglyndið umlykur grátt

Hvað mun ylja mér í nótt

Í augum hennar átti

Einn mér griðarstað

Aðeins þar, ánægður var

Þar öll mín bestu ljóð kvað

Hvað mun ylja mér í nótt

Nóttin kemur skjótt

Hvað mun ylja mér í nótt

Bara ef ég bros þitt

Blíða sæi á ný

Þá væri kalt, ei lengur allt

Andartök hlý

Hvað mun ylja mér í nótt

Enga get ég elskað

Ef ekki fæ ég þig

Sit því einn, ei saknar mín neinn

Sífellt spyr mig

Hvað mun ylja mér í nótt

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Árstíðir
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic, English, German
  • Genre:Classical, Indie, Rock
  • Official site:http://www.arstidir.com/
  • Wiki:http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%81rst%C3%AD%C3%B0ir
Árstíðir
Árstíðir Also Performed Pyrics
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved